Ekki lengur einn

Bjarni Benediktsson missti stjórn á skapi sínu á ritstjórn 365. Það er rétt um ári eftir að hann gerði það sama á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Þá tilkynnti hann mér þá ákvörðun sína að tala aldrei við mig framar.  Ég er þá ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem hefur fengi Bjarna til að skipta skapi svo um munar.

Ástæðan? Fyrst sagði hann að ég hafi dreift óhróðri um sig og sína fjölskyldu sína. Þráspurður gat hann ekki bent á neitt máli sínu til stuðnings.

Að endingu sagði hann að ég hafi sett „like“ á meðfylgjandi færslu á Facebook. Þrátt fyrir að rök hans hafi fallið fullkomlega áréttaði hann ákvörðun sína. Hann ætlar aldrei að tala við mig aftur.

Hér er færslan sem honum mislíkaði svo mikið:

„Engey er víða. Áður en neyðarlögin voru sett hringdi Sturla Pálsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, í konu sína, Helgu Jónsdóttir, eins og fram kom í Kastljósi, og upplýsti um yfirvofandi aðgerðir bankans. Helga er dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur, systur þeirra Einars og Benedikts Sveinssonar, stórtækra fjárfesta. Benedikt er faðir Bjarna, sem nú er fjármálaráðherra. Hann og Helga eru systkinabörn. Áður en neyðarlögin voru sett fengu Engeyingar því viðvörun og svigrúm til að bjarga sínu. Algjörir snillingar.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s